Fjölskyldudeild félagsþjónusta - beiðni um auka mönnun í félagsþjónustu

Málsnúmer 2011040032

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1121. fundur - 13.04.2011

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið og lagði fram gögn um þörf fyrir aukna mönnun í félagsþjónustu. Framundan eru breytingar í starfmannamálum og æskilegt væri að bæta við stöðubroti til að geta betur tekist á við aukin verkefni, m.a. vegna erfiðra skuldamála.

Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila aukningu í félagsþjónustu á fjölskyldudeild sem nemur 60% stöðu í eitt ár frá 1. ágúst nk. Málinu vísað til bæjarráðs.

Félagsmálaráð lýsir jafnframt yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi Umboðsmanns skuldara sem ekki hefur svarað áskorunum um starfsmann á Norðurlandi.

Starfsmönnum er falið að að ítreka erindi til Umboðsmanns skuldara og Velferðaráðherra til að mæta brýnni þörf þeirra sem eiga í erfiðum skuldavanda á Norður- og Austurlandi.

Bæjarráð - 3271. fundur - 28.04.2011

3. liður í fundargerð félagsmálaráð dags. 13. apríl 2011:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið og lagði fram gögn um þörf fyrir aukna mönnun í félagsþjónustu. Framundan eru breytingar í starfsmannamálum og æskilegt væri að bæta við stöðubroti til að geta betur tekist á við aukin verkefni, m.a. vegna erfiðra skuldamála.
Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila aukningu í félagsþjónustu á fjölskyldudeild sem nemur 60% stöðu í eitt ár frá 1. ágúst nk. Málinu vísað til bæjarráðs.
Félagsmálaráð lýsir jafnframt yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi umboðsmanns skuldara sem ekki hefur svarað áskorunum um starfsmann á Norðurlandi.
Starfsmönnum er falið að að ítreka erindi til umboðsmanns skuldara og velferðaráðherra til að mæta brýnni þörf þeirra sem eiga í erfiðum skuldavanda á Norður- og Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir aukningu í félagsþjónustu á fjölskyldudeild sem nemur 60% stöðu í eitt ár frá 1. ágúst nk. og vísar kostnaði vegna ársins 2011 til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.