Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2011

Málsnúmer 2011040030

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1122. fundur - 27.04.2011

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti rekstraryfirlit fyrir heilsugæslustöðina. Reksturinn er í járnum, ekki má mikið út af bera.
Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti rekstraryfirlit fyrir skrifstofu félagsmálaráðs og búsetudeildar sem er í góðu jafnvægi. Málefni fatlaðra eru aðeins yfir áætlun.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti rekstraryfirlit fjölskyldudeildar sem er í lagi fyrir utan fjárhagsaðstoð sem er rúmlega 30% framúr eftir fyrstu þrjá mánuði ársins.
Heiðrún Björgvinsdóttir rekstrarstjóri ÖA kynnti rekstraryfirlit fyrir öldrunarheimilin. Tekjur eru lægri en gert var ráð fyrir í áætlun vegna skertra rýma og lækkun á daggjöldum. Reksturinn virðist vera í jafnvægi.

Félagsmálaráð - 1129. fundur - 14.09.2011

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu rekstraryfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins.

Félagsmálaráð - 1135. fundur - 23.11.2011

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu rekstraryfirlit sinna deilda fyrir fyrstu 10 mánuði ársins.

Félagsmálaráð - 1139. fundur - 08.02.2012

Lögð fram til kynningar niðurstaða rekstrar allra málaflokka félagsmálaráðs fyrir árið 2011.