Becromal - starfsleyfi - sýrustigsmælingar

Málsnúmer 2011030162

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3268. fundur - 31.03.2011

Á fund bæjarráðs undir þessum lið mættu þau Gauti Hallsson framkvæmdastjóri Becromal, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Kristján Geirsson deildarstjóri sömu stofnunar, Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og Hreiðar Þór Valtýsson lektor hjá Háskólanum á Akureyri.
Einnig mættu undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Hlín Bolladóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir og Tryggvi Þór Gunnarsson ásamt fulltrúum í umhverfisnefnd þeim Sigmari Arnarssyni, Huldu Stefánsdóttur, Kolbrúnu Sigurgeirsdóttur og Valdísi Önnu Jónsdóttur.
Auk framangreindra sátu fundinn undir þessum lið Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður.

Bæjarráð þakkar þeim Gauta, Kristínu, Kristjáni, Alfreð og Hreiðari og öðrum gestum fyrir komuna á fundinn og greinargóðar upplýsingar um stöðu mála.

Umhverfisnefnd - 59. fundur - 12.04.2011

Umræður um starfsemi Becromal og mengunina sem þar varð fyrir skemmstu.

Umhverfisnefnd undirstrikar alvarleika málsins, þó svo að umhverfisáhrif hafi verið óveruleg. Það þykir miður og alvarlegt að fyrirtækið hafi farið yfir leyfileg losunarmörk í starfsemi sinni. Einnig þykir það alvarlegt að eftirlitsaðilar hafi ekki fylgst nægilega vel með og látið málið viðgangast. Þessir tveir samvirkandi þættir hafa leitt til þess að losað hefur verið meira en leyfilegt er, sem er í eðli sínu alvarlegt mál.

Umhverfisnefnd lýsir yfir vonbrigðum með hvernig að málum hefur verið staðið en fagnar jafnframt úrbótum innan fyrirtækisins. Sérstökum vonbrigðum er þó lýst yfir gagnvart eftirlitsaðilum og vonar umhverfisnefnd að unnið verði að úrbótum meðal þeirra.

Umhverfisnefnd óskar eftir því við forsvarsmenn Becromal Iceland ehf að fá kynningu á niðurstöðum skýrslu um rannsókn á lífríki sjávar í nágrenni verksmiðjunnar sem áætlað er að verði tilbúin 1. júní nk.