Skógræktarfélag Eyfirðinga - Landgræðsluskógar

Málsnúmer 2011030149

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 231. fundur - 01.04.2011

Lagt fram til kynningar erindi Skógræktarfélags Eyfirðinga dags. 29. mars sl. um Landgræðsluskóga í landi Hrappsstaða og Kífsár. Umrætt skógræktarsvæði er partur af fyrirhuguðum Grænum trefli samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar.

Umhverfisnefnd - 59. fundur - 12.04.2011

Tekið fyrir erindi dags. 29 mars 2011 frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga þar sem félagið fer fram á að fá landsvæði í landi Hrappsstaða og Kífsár til skógræktar í samvinnu við Akureyrarkaupstað og Skógræktarfélag Íslands.

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum að vinna að málinu út frá umræðum á fundinum.