Styrkir til breytinga á húsnæði vegna fötlunar

Málsnúmer 2011030148

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1120. fundur - 23.03.2011

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Óskað var eftir upplýsingum um reglur varðandi styrki til breytinga á húsnæði vegna fötlunar sem formaður bæjarráðs nefndi í frétt 6. mars sl. á Stöð 2 að væru í smíðum. Formaður félagsmálaráðs greindi frá þeirri vinnu sem fram hefur farið og kynnir drög að reglum á næsta fundi félagsmálaráðs.

Félagsmálaráð - 1121. fundur - 13.04.2011

Kristín S. Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti drög að reglum dags. 11. apríl 2011 um styrki til breytinga á húsnæði vegna fötlunar barna.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð - 1123. fundur - 11.05.2011

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar lögðu fram umsögn bæjarlögmanns um drög að reglum um styrki til að breyta húsnæði vegna fötlunar barna. Einnig voru lögð fram ný drög að reglum.

Félagsmálaráð samþykkir drögin með breytingum sem fram komu á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3273. fundur - 19.05.2011

4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. maí 2011:
Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar lögðu fram umsögn bæjarlögmanns um drög að reglum um styrki til að breyta húsnæði vegna fötlunar barna. Einnig voru lögð fram ný drög að reglum.
Félagsmálaráð samþykkir drögin með breytingum sem fram komu á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 19. maí 2011:
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. maí 2011:
Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar lögðu fram umsögn bæjarlögmanns um drög að reglum um styrki til að breyta húsnæði vegna fötlunar barna. Einnig voru lögð fram ný drög að reglum.
Félagsmálaráð samþykkir drögin með breytingum sem fram komu á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur með 11 samhljóða atkvæðum.