Hverfisnefnd Naustahverfis - ýmis málefni í hverfinu

Málsnúmer 2011030143

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 231. fundur - 01.04.2011

Lagt var fram erindi dags. 21 mars sl. frá hverfisnefnd Naustahverfis þar sem spurt var út í uppbyggingu grenndarvalla (opin leiksvæði), malbikun Kjarnabrautar, bílaumferð á göngustígum, aðrein að Bónus verslun og útrýmingu njóla.

Framkvæmdaráð felur Jóni Birgi Gunnlaugssyni forstöðumanni umhverfismála að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsnefnd - 116. fundur - 15.06.2011

Erindi dags. 21. mars 2011 frá Hrafnhildi E. Karlsdóttur f.h. hverfisnefndar Naustahverfis þar sem tekin eru saman atriði sem hverfisnefndin telur að betur mætti fara í hverfinu er varðar frágang á bæjarlandinu og innan lóða. Óskað er eftir skjótum viðbrögðum og að þessi atriði verði lagfærð nú í sumar.

Atriði til skoðunar:
Hólmatún, ósk um bílastæði á óbyggðri lóð.
Kjarnagata sunnan Lækjartúns, grunnar og óræktarsvæði.
Stekkjartún 32-34, hættulegur grunnur.
Heiðartún, umgengni húsbyggjanda.
Baugatún 2, garðhús án leyfis.
Ljómatún, grunnur og vinnuvélar.
Sómatún, timburrekki.
Þrumutún 6, grunnur.
Sporatún - Kjarnagata, öryggisgirðing.
Stekkjartún 2, ófrágengin lóð og vinnuskúr.

Skipulagsnefnd þakkar hverfisnefndinni góðar ábendingar.

Varðandi ábendingar um einstakar byggingalóðir felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra að ítreka við lóðarhafa að bæta úr frágangi er varðar öryggi á lóðunum sem um ræðir.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við ósk um bílastæði á lóðunum Hólmatúni 1 eða 3 þar sem um er að ræða byggingarlóðir sem lausar eru til umsóknar.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 416. fundur - 10.10.2012

Erindi dagsett 26. september frá hverfisnefnd Naustahverfis sem spyr um smáhús á lóðinni við Baugatún 2 í lið 1a í meðfylgjandi bréfi. Óskað er eftir svari við þessum lið og aðgerðum í málinu.

Skipulagsdeild sendi bréf 24. ágúst 2012 þar sem bent var á að sækja þurfi um leyfi fyrir garðhúsi. Eigandi garðhússins hefur fært húsið og áætlar að sækja um endanlega staðsetningu þess þegar frágangi lóðar er lokið.