Innheimtumál - skóladeild

Málsnúmer 2011030125

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 7. fundur - 21.03.2011

Á fundinn mættu fulltrúar frá fjölskyldudeild og fjárreiðudeild til þess að fara yfir stöðu þeirra foreldra sem skulda háar fjárhæðir vegna leikskólagjalda, fæðisgjalda og frístundagjalda í grunnskólum.

Skólanefnd samþykkir að fela skóladeild að hafa samband við þessa foreldra og bjóða þeim til viðræðna um lausnir. Að öðru leyti er málinu frestað til næsta fundar.

Skólanefnd - 10. fundur - 04.04.2011

Á fundinum var haldið áfram að skoða skuldastöðu foreldra vegna leikskólagjalda, fæðisgjalda og frístundagjalda. Fyrir fundinn voru lagðar upplýsingar um fjölda foreldra sem eru í mestum vanda og hvernig sá vandi er samsettur.
Fram kom að 63 foreldrar sem enn kaupa þjónustu í leik- og grunnskóla skulda samtals kr. 11.551.312 og 78 foreldrar sem eru brottfluttir eða hættir að nýta þessa þjónustu skulda kr. 4.422.751. Þessar upphæðir eru höfuðstóll skulda án kostnaðar.

Skólanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að leiða verði leitað til að gera þeim foreldrum sem skulda leik- og/eða grunnskólagjöld kleift að semja um uppgjör skulda sinna á þann hátt að það sé þeim viðráðanlegt.

Bæjarráð - 3270. fundur - 14.04.2011

4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 4. apríl 2011:
Á fundinum var haldið áfram að skoða skuldastöðu foreldra vegna leikskólagjalda, fæðisgjalda og frístundagjalda. Fyrir fundinn voru lagðar upplýsingar um fjölda foreldra sem eru í mestum vanda og hvernig sá vandi er samsettur.
Fram kom að 63 foreldrar sem enn kaupa þjónustu í leik- og grunnskóla skulda samtals kr. 11.551.312 og 78 foreldrar sem eru brottfluttir eða hættir að nýta þessa þjónustu skulda kr. 4.422.751. Þessar upphæðir eru höfuðstóll skulda án kostnaðar.
Skólanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að leiða verði leitað til að gera þeim foreldrum sem skulda leik- og/eða grunnskólagjöld kleift að semja um uppgjör skulda sinna á þann hátt að það sé þeim viðráðanlegt.

Bæjarráð samþykkir bókun skólanefndar og felur fjármálastjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Skólanefnd - 32. fundur - 07.11.2011

Jóhann Gunnar Sigmarsson yfirgaf fundinn kl. 15:50.
Fyrir fundinn voru lagðar upplýsingar um stöðu innheimtumála á skóladeild og til samanburðar fjöldi þeirra sem skulda þrjá mánuði eða meira nú miðað við stöðuna í mars í vor. Þar kemur fram að heildarskuldir hafa ekki aukist en fleiri foreldrar með börn í grunnskólum skulda 3 mánuði eða meira nú, en það hefur ekki orðið breyting á fjölda foreldra sem eiga börn í leikskólum, sem skulda 3 mánuði eða meira.

Skólanefnd þakkar framlagðar upplýsingar.