Upplýsingamiðstöð ferðamanna - rekstur 2011

Málsnúmer 2011030088

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 92. fundur - 10.03.2011

Rætt um rekstur og þjónustu Upplýsingamiðstöðvarinnar en hún er nú sem kunnugt er flutt í menningarhúsið Hof. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og undirbúningi fyrir sumarvertíðina, en þá má búast við að um 50-60 þúsund manns leggi leið sína í miðstöðina á 3ja mánaða tímabili.
Jafnframt lagður fram til kynningar samningur við Ferðamálastofu um stuðning við starfsemina.