Þingvallastræti - endurgerð - 2. áfangi

Málsnúmer 2011030053

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 231. fundur - 01.04.2011

Fimmtudaginn 31. mars 2011 var opnuð verðfyrirspurn vegna Þingvallastrætis, endurgerð, 2. áfangi.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin og leiðrétt:
G.Hjálmarsson hf - kr. 18.700.000 - 122,2%
Túnþökusala Kristins ehf - kr. 16.859.620 - 110,2%
G.V.Gröfur ehf - kr. 9.862.110 - 64,4%
Finnur ehf - kr. 11.977.500 - 78,3%
Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 15.303.250.

Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda G.V.Gröfur ehf. Framkvæmdaráð leggur mikla áherslu á að verkið verði klárað á tilsettum tíma og ítrekar ákvæði verðkönnunargagna um skilatíma.