Hvað ef - leiksýning

Málsnúmer 2011020094

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 82. fundur - 02.03.2011

Dagana 22. og 23. febrúar sl. stóð unglingum á Akureyri og foreldrum þeirra til boða að sækja leiksýninguna Hvað ef. Sýningin fjallar um viðkvæm mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál. Alls sóttu um 1200 unglingar og um 300 foreldrar sýninguna.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar aðstandendum sýningarinnar fyrir frábært framlag til forvarnamála.