Verkefnastjóri atvinnumála - stjórnsýslukæra

Málsnúmer 2011020068

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 101. fundur - 28.06.2011

Lagður fram til kynningar úrskurður Innanríkisráðuneytisins vegna kæru Bjarkar Sigurgeirsdóttur vegna ráðningar verkefnisstjóra atvinnumála. Ráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu að ráðningin hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt nægilega að andmælarétti umsækjanda og ekki sé hægt að útloka að það hafi haft áhrif á niðurstöðuna og þar með geti Akureyrarkaupstaður ekki fullyrt að hæfasti umsækjandinn hafi orðið fyrir valinu. Með tilliti til þess er starfið hlaut verður hin kærða ákvörðun þó ekki felld úr gildi.

Þar sem ákvörðun Akureyrarkaupstaðar um ráðningu í starf verkefnisstjóra var metin ólögmæt leggur stjórn Akureyrarstofu áherslu á að góðra stjórnsýsluhátta sé gætt við meðferð mála hjá Akureyrarkaupstað. Stjórnin leggur til við bæjarstjóra að starfsmannastjóra ásamt bæjarlögmanni verði falið að endurskoða verklagsreglur um ráðningaferli með hliðsjón af niðurstöðunni.