Dalsbraut - skipulag og hönnun - fyrirspurn

Málsnúmer 2011020045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3260. fundur - 10.02.2011

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Með vísan í viðtal við formann bæjarráðs Odd Helga Halldórsson í Vikudegi í sl. viku þar sem fram kemur hjá honum að vinna við skipulag og hönnun á Dalsbraut milli Þingvallastrætis og Miðhúsabrautar sé hafin og að framkvæmdir við götuna hefjist nú í haust óska ég eftir eftirfarandi upplýsingum,

Með hvaða forsendur eru lagt upp í þessari vinnu varðandi:

a. Hámarks umferðarhraða á götunni?
b. Hljóðstig við íbúðabyggð og skóla og hvort enn sé inn í myndinni að sækja um undanþágu frá leyfilegu hljóðstigi við hluta götunnar eins og lagt var upp með í núverandi hönnun götunnar?
c. Hvort það verði skoðað að uppfylla s.k. leiðbeiningargildi fyrir hljóðstig sem er 45 dB(A)?
d. Stokk undir götuna eins og meirihlutinn hefur boðað og önnur öryggisatriði varðandi gangandi umferð?
e. Varðandi lausnir fyrir íþróttasvæði KA vegna lands sem tapast?

Svör formanns bæjarráðs Odds Helga Halldórssonar:

a. Hámarkshraði mun verða eins og á öðrum tengibrautum, í mesta lagi 50 km/klst og hugsanlega lægri í nágrenni skólans og annars staðar þar sem ástæða þykir.

b. Við munum uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um hljóðstig í nágrenni götunnar.

c. Við hönnun götunnar verður haft að leiðarljósi að hún hafi sem minnst truflandi áhrif á umhverfið. Það mun verða gert m.a. með að halda hávaðamengun í lágmarki. Því mun þetta atriði að sjálfsögðu verða skoðað.

d. Gatan mun verða hönnuð með það að leiðarljósi að hún skapi ekki hættu í umhverfinu, aðrar en þær sem fylgja alltaf umferðarmannvirkjum. Til þess verða allar leiðir skoðaðar.

e. Við munum leitast við að skapa sem mesta sátt um lagningu götunnar. Það felur m.a. í sér að leita þarf lausna, varðandi það svæði sem KA hefur til afnota og fer undir vegalagninguna. Fulltrúar L-listans hafa þegar hafið viðræður við KA um lausnir á því.