Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2011.

Málsnúmer 2011020017

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 109. fundur - 23.02.2011

Skipulagsstjóri lagði fram í samráði við formann skipulagsnefndar tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá gatnagerðargjalda á Akureyri. Tillagan er unnin með bæjarlögmanni og fjármálastjóra en þar er lagt til að veittur verði tímabundinn 20% afsláttur af gatnagerðargjaldi frá 1. janúar 2011 til 30. júní 2012. Einnig er gert ráð fyrir að veittur verði afsláttur af gatnagerðargjaldi íbúðarhúsalóða vegna jarðvegsdýptar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Bæjarstjórn - 3299. fundur - 01.03.2011

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. febrúar 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram í samráði við formann skipulagsnefndar tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá gatnagerðargjalda á Akureyri. Tillagan er unnin með bæjarlögmanni og fjármálastjóra en þar er lagt til að veittur verði tímabundinn 20% afsláttur af gatnagerðargjaldi frá 1. janúar 2011 til 30. júní 2012. Einnig er gert ráð fyrir að veittur verði afsláttur af gatnagerðargjaldi íbúðarhúsalóða vegna jarðvegsdýptar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 183. fundur - 09.07.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá gatnagerðargjalda á Akureyri. Tillagan er unnin í samráði við fjármálastjóra en lagt er til að framlengdur verði tímabundinn 20% afsláttur af gatnagerðargjaldi frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2014 en lækki síðan árlega um 5%.

Skipulagsnefnd leggur til að veittur verði 15% afsláttur til 31. desember 2014 og 7,5% til 30. júní 2015 en að afsláttur falli síðan niður og vísar tillögunni að öðru leyti til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 3420. fundur - 17.07.2014

12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. júlí 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá gatnagerðargjalda á Akureyri. Tillagan er unnin í samráði við fjármálastjóra en lagt er til að framlengdur verði tímabundinn 20% afsláttur af gatnagerðargjaldi frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2014 en lækki síðan árlega um 5%.
Skipulagsnefnd leggur til að veittur verði 15% afsláttur til 31. desember 2014 og 7,5% til 30. júní 2015 en að afsláttur falli síðan niður og vísar tillögunni að öðru leyti til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir 15% afslátt af gatnagerðargjaldi tímabundið til 30. júní 2015. Jafnframt verði skipulagsnefnd falið að endurskoða gjaldskrá um gatnagerðargjöld.