Fjölskyldudeild - kynning á starfsemi 2011

Málsnúmer 2011010145

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1123. fundur - 11.05.2011

Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið og kynnti stöðuna í barnavernd ásamt Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar.
Lögð voru fram þrjú skjöl:
1) Minnisblað Áskels Arnar Kárasonar.
2) Samningur á milli Akureyrarbæjar og Barnaverndarstofu um meðferð fyrir unglinga frá 2009.
3) Drög að nýjum samningi um sama efni.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með áætlanir um áframhaldandi samning milli Akureyrarbæjar og Barnaverndarstofu um meðferð fyrir unglinga.

Félagsmálaráð - 1123. fundur - 11.05.2011

Líney Helgadóttir verkefnisstjóri á fjölskyldudeild, Elva Haraldsdóttir sérkennsluráðgjafi á fjölskyldudeild og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið og kynntu stöðu mála í sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla, einkum þjónustu við leikskólana.
Lagt var fram minnisblað Elvu Haraldsdóttur dags. 9. maí 2011.

Félagsmálaráð þakkar góða kynningu og gott starf sem unnið er í sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla.

Félagsmálaráð - 1133. fundur - 26.10.2011

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti ýmis úrræði sem eru í vinnslu varðandi einstaklinga sem eru á framfærslu.
Ólöf E. Leifsdóttir forstöðumaður og Magnús Kristjánsson rekstrarstjóri á Plastiðjunni Bjargi/Iðjulundi kynntu starfsemi Plastiðjunnar.
Tryggvi Þór Gunnarsson L-listanum vék af fundi undir þessum lið.