Fjárhagsaðstoð 2011

Málsnúmer 2011010143

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1120. fundur - 23.03.2011

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið og lögðu fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð eftir fyrstu tvo mánuði ársins. Útgjöldin voru kr. 16.938.646 sem er 29% hækkun miðað við á sama tíma árið 2010. Fram kom að undirkvarði hefur aukist hlutfallslega og eru ýmsar ástæður fyrir því að þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð eiga erfiðara en áður með að láta enda ná saman, meðal annars vegna útgjalda fyrir heilbrigðisþjónustu, breytingar á niðurgreiðslum á lyfjum og tannlæknakostnaði barna. Einnig hefur orðið aukning á aðstoð til foreldra með börn á framfæri.

Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála og ítrekar mikilvægi þess að umboðsmaður skuldara komi að ráðningu fjárhagsráðgjafa á Akureyri fyrir Norðlendinga.

Framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar var falið að senda erindi til Sambands íslenskra sveitarfélga til könnunar á áhrifum niðurskurðar ríkisins á velferðarþjónustu sveitarfélaga.

Félagsmálaráð - 1127. fundur - 10.08.2011

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð eftir fyrstu sjö mánuði ársins. Útgjöldin voru kr. 63.407.983 sem er 31% hækkun miðað við á sama tíma árið 2010.

Félagsmálaráð lýsir áhyggjum sínum af þróun mála. Ljóst er að fjárveiting ársins mun ekki nægja til að mæta þörf fyrir aðstoð.

Félagsmálaráð - 1133. fundur - 26.10.2011

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri á fjölskyldudeild lögðu fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu níu mánuði ársins 2011.

Félagsmálaráð - 1137. fundur - 11.01.2012

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Ester Lára Magnúsdóttir verkefnastjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri lögðu fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á árinu 2011. Heildarútgjöld til fjárhagsaðstoðar voru á árinu 2011 kr. 112.020.348 og hækkun á milli ára var 31.6%.