Dagforeldrar 2011 - staða mála

Málsnúmer 2011010118

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 2. fundur - 24.01.2011

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi gerði grein fyrir stöðu mála hjá dagforeldrum og hugsanlegri þróun á þessu ári.
Fram kom að nú starfa 37 dagforeldrar á Akureyri og eru vistuð hjá þeim 171 barn. Ekki liggur fyrir hve mörg börn eru á biðlista. Nú liggur fyrir að fækkun verður í hópi dagforeldra á þessu ári.

Skólanefnd þakkar Sesselju fyrir yfirlitið og samþykkir að leitað verði leiða til að fjölga dagforeldrum aftur á þessu ári.

Sesselja yfirgaf fundinn kl. 14:45.

Skólanefnd - 10. fundur - 04.04.2011

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála hjá dagforeldrum og hugsanlegri þróun á þessu ári. Fram kom að yfir 300 börn eru fædd á árinu 2010 og því þurfa að vera um 40 starfandi dagforeldrar til að sinna þeim fjölda barna sem líklegt er að óski eftir vistun. Því þarf að reikna með fjölgun dagforeldra í haust með tilheyrandi kostnaðarauka. Þar sem óvissuþættir eru enn nokkrir verður málið tekið upp aftur þegar línur skýrast.

Skólanefnd - 25. fundur - 12.09.2011

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir verkefnastjóri mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir stöðuna.
Í byrjun september eru 40 dagforeldrar starfandi. Eitt dagforeldri kemur úr veikindaleyfi í byrjun október og verið er að vinna við leyfisveitingu fyrir eitt dagforeldri. Þegar það verður búið verða dagforeldrar 42 og barnafjöldi hjá þeim 200 börn.
Dagforeldrar á fyrsta starfsári mega hafa fjögur börn, en eftir að fyrsta starfsári lýkur og allt hefur gengið vel, er leyfilegt að fjölga í fimm börn. Nú er staðan sú hér á Akureyri að eftirspurn eftir daggæslu er mun meiri en framboð hæfra dagforeldra. Því var gripið til þess ráðs að fjölga börnum í fimm hjá þeim dagforeldrum sem fengu leyfi í janúar sl. Þeir hafa því fengið inn fimmta barnið fjórum mánuðum fyrr en gert var ráð fyrir eða sex börn í heildina.
Öll pláss í daggæslu eru nú setin og á biðlista á skóladeild eru sjö foreldrar sem óska eftir daggæslu sem fyrst og einnig eru á lista tíu foreldrar sem óska eftir daggæslu um áramót eða síðar.

Skólanefnd - 34. fundur - 05.12.2011

Samkvæmt upplýsingum sem teknar hafa verið saman um biðlista eftir plássi fyrir börn hjá dagforeldrum, eru 16 börn fædd 2010 og 11 börn fædd 2011 á listanum, eða 27 börn alls.

Skólanefnd felur leikskólafulltrúa að vinna áfram að málinu.