Lundarskóli - forvarnir og umferðarfræðsla í samvinnu við lögreglu

Málsnúmer 2010120061

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 27. fundur - 20.12.2010

Erindi dags. 6. desember 2010 frá skólaráði Lundarskóla til lögreglustjórans á Akureyri, þar sem skólaráðið lýsir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun lögreglunnar á Akureyri að hætta að sinna forvarnastarfi sem sinnt hefur verið í mörg ár og snúið að umferðarfræðslu, vímuvörnum og afleiðingum afbrota og ofbeldis.

Skólanefnd tekur heils hugar undir áhyggjur og vonbrigði skólaráðs Lundarskóla og óskar eftir því að bæjarráð taki málið til skoðunar.

Bæjarráð - 3255. fundur - 06.01.2011

3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 20. desember 2010:
Erindi dags. 6. desember 2010 frá skólaráði Lundarskóla til lögreglustjórans á Akureyri, þar sem skólaráðið lýsir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun lögreglunnar á Akureyri að hætta að sinna forvarnastarfi sem sinnt hefur verið í mörg ár og snúið að umferðarfræðslu, vímuvörnum og afleiðingum afbrota og ofbeldis.
Skólanefnd tekur heilshugar undir áhyggjur og vonbrigði skólaráðs Lundarskóla og óskar eftir því að bæjarráð taki málið til skoðunar.

Bæjarráð tekur undir bókun skólaráðs Lundarskóla og skólanefndar og felur bæjarstjóra að ræða við lögreglustjóra.