Leikskólinn Pálmholt - breyting á skóladagatali 2010-2011

Málsnúmer 2010120009

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 26. fundur - 06.12.2010

Erindi dags. 30. nóvember 2010 frá skólastjóra leikskólans Pálmholts, þar sem óskað er eftir því að skólanefnd samþykki þær breytingar á skóladagatali 2010-2011 að starfsdagar sem vera áttu dagana 3. janúar og 26. apríl verði dagana 15. og 16. júní 2011 vegna námsferðar starfsmannahópsins til Svíþjóðar. Fram kemur að stjórn foreldrafélags og foreldraráð skólans hafa samþykkt þessa breytingu.

Skólanefnd samþykkir erindið.