Leikskólinn Flúðir - skipulagsdagur, starfsmannafundur og námskeiðsdagur

Málsnúmer 2010110101

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 26. fundur - 06.12.2010

Erindi dags. 18. nóvember 2010 frá Sigríði Ósk Jónasdóttur leikskólastjóra f.h. starfsmanna Flúða þar sem óskað er eftir heimild skólanefndar til að færa til fyrirfram ákveðinn skipulagsdag 3. janúar, starfsmannafundi 28. febrúar og 6. maí og námskeiðsdag 26. apríl 2011 vegna fyrirhugaðrar námsferðar starfsmanna til Västerås í Svíþjóð, dagana 18.- 20. apríl 2011.

Skólanefnd samþykkir erindið.