Hesjuvellir - landskipti vegna lóðar umhverfis íbúðarhús

Málsnúmer 2010110086

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3294. fundur - 07.12.2010

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. nóvember 2010:
Umsókn um landskipti dags. 28. október 2010 þar sem Rósa María Stefánsdóttir og Hjalti Páll Þórarinsson eigendur og ábúendur jarðarinnar að Hesjuvöllum, landnr. 146937, óska eftir leyfi til að stofna lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti dags. 9. nóvember 2010 gerðum af Búgarði ráðgjafarþjónustu. Uppdrátturinn er unninn á grunni myndar e574 frá Loftmyndum ehf. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hesjuvöllum, landnr. 146937. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnr. 146937.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.