Flugsafn Íslands - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010110050

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 84. fundur - 11.11.2010

Erindi dags. 29. október 2010 frá Svanbirni Sigurðssyni þar sem óskað er eftir aukinni aðstoð Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu vegna þröngs fjárhagsramma fyrir árið 2011. Stjórnin telur nauðsynlegt að ríkið komi beint að rekstri safnsins enda tilgangur þess að varðveita flugsögu Íslands.

Stjórn Akureyrarstofu - 92. fundur - 10.03.2011

Tekið fyrir erindi dags 4. mars 2011 frá Svanbirni Sigurðssyni f.h. Flugsafns Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar við rekstur safnsins með sambærilegum hætti og önnur söfn í bænum.

Misjafnt er með hvaða hætti Akureyrarbær kemur að stuðningi við rekstur safna á Akureyri, enda er hann í sumum tilfellum eigandi eða stofnaðili en í öðrum tilfellum ótengdur viðkomandi safni. Akureyrarbær lagði Flugsafninu til húsnæðisstyrk með 45,5 mkr. framlagi til nýbyggingar safnsins sem kemur í stað árlegs húnæðisstyrks sem sum söfn í bænum njóta. Auk þess hefur Akureyrarbær stutt við rekstur safnsins með lægri árlegum fjárhæðum og er reiðubúinn til þess áfram.

Stjórnin telur uppbyggingu og tilvist Flugsafns Íslands mjög jákvæða og mikilvæga fyrir ferðaþjónustu og menningarlíf í bænum, en ítrekar þá skoðun sína að ríkisvaldið eigi að vera megin bakhjarl safns sem skráir flugsögu Íslands sem heild.

Stjórn Akureyrarstofu ítrekar fyrri ákvörðun um að halda áfram árlegum stuðningi við safnið með sama hætti og verið hefur.