Samtökin Mayors for Peace

Málsnúmer 2010100178

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3251. fundur - 02.12.2010

Erindi dags. 27. október 2010 frá sendiherra Japans á Íslandi þar sem hann vonast til að bæjarstjórinn á Akureyri gerist aðili að samtökunum Mayors for Peace. Markmið samtakanna er að útrýma kjarnorkuvopnum í heiminum fyrir árið 2020. Ennfremur berjast samtökin fyrir mannréttindum og verndun umhverfisins í því skyni að stuðla að heimsfriði.
Sendiherrann óskar einnig eftir því að fá að setja upp sýningu á Akureyri á næsta ári á myndum sem teknar voru eftir kjarnorkusprenginguna á Nagasaki.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði aðili að samtökunum Mayors for Peace.

Einnig býður bæjarráð sendiráðið velkomið með ljósmyndasýninguna til Akureyrar.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.