Ein með öllu - fjárframlög fyrri ára - ósk um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 2010100169

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 86. fundur - 15.12.2010

Erindi dags. 14. október 2010 þar sem félagið Vinir Akureyrar f.h. hátíðarinnar Ein með öllu óska eftir stuðningi við hátíðina 2010 umfram það sem þegar hafði verið ákveðið og að gerður verði samningur um áframhaldandi stuðning og samstarf um hátíðina í framtíðinni.

Stjórnin samþykkir að koma til móts við félagið í rekstri hátíðarinnar 2010 en að tekið verði tillit til þess við fjárveitingar til hátíðarinnar á næsta ári. Framkvæmdastjóra falið að ræða við fulltrúa félagsins um gerð samstarfsamnings til framtíðar.