Austurvegur 45 í Hrísey - gatnagerðargjald

Málsnúmer 2010100021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3242. fundur - 21.10.2010

Erindi dags. 4. október 2010 frá Haraldi Hrafnssyni og Sólveigu Einarsdóttur eigendum hússins Bakka við Austurveg 45 í Hrísey, þar sem sótt er um niðurfellingu á gatnagerðargjaldi. Einnig er óskað eftir upplýsingum um það hversu margir byggingaraðilar í Hrísey hafi þurft að greiða sambærilegt gatnagerðargjald á þessu svæði.

Bæjarráð hafnar beiðni um niðurfellingu á gatnagerðargjaldi en bendir á reglur um afslátt af gjaldinu.

Bæjarráð bendir einnig á að gatnagerðargjald er skattur en ekki þjónustugjald.

Skipulagsstjóra falið að svara erindinu að öðru leyti.