Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2011

Málsnúmer 2010090127

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3241. fundur - 07.10.2010

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 20. september 2010 ásamt samþykktri fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2011 og áætlaðri kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga.
Einnig lögð fram fundargerð 128. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 15. september 2010.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

Bæjarráð - 3263. fundur - 24.02.2011

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 14. febrúar 2011 ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2011 og áætlaðri kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga.
Einnig lögð fram fundargerð 132. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 3. febrúar 2011.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2011 fyrir sitt leyti og vísar henni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarráð - 3267. fundur - 24.03.2011

Lagður fram til kynningar ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2010. Einnig lögð fram til kynningar fundargerð 133. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 9. mars 2011.