LSA - mótframlag launagreiðanda

Málsnúmer 2010090117

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3241. fundur - 07.10.2010

Erindi dags. 20. september 2010 frá Kára Arnóri Kárasyni fyrir hönd Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar varðandi mótframlag launagreiðanda vegna iðgjaldagreiðslna til LSA. Í erindinu kemur fram að á fundi stjórnar LSA þann 13. september sl. lagði fulltrúi Kjalar fram tillögu þess efnis að mótframlag til sjóðsins yrði hækkað úr 6% í 8%.

Bæjarráð samþykkir að hafa mótframlagið óbreytt að svo stöddu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson fulltrúi B-lista tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu.