Greið leið ehf - aukning hlutafjár

Málsnúmer 2010080075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3236. fundur - 26.08.2010

Erindi dags. 18. ágúst 2010 frá stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf varðandi viljayfirlýsingu um aukningu hlutafjár í Greiðri leið ehf. Óskað er eftir að hluthafar félagsins taki afstöðu til viljayfirlýsingarinnar fyrir 1. september nk.
Viljayfirlýsingin er svohljóðandi:
Undirritaður hluthafi í Greiðri leið ehf, kt. 420403-2670, lýsir því hér með yfir að hann styður heils hugar framkomnar hugmyndir um þátttöku Greiðrar leiðar ehf í stofnun nýs félags með Vegagerðinni sem hefur það að markmiði að standa að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði ásamt vegalagningu að þeim auk annars nauðsynlegs undirbúnings svo og hugsanlega rekstur og viðhald jarðganganna.
Til þess að Greið leið ehf geti staðið við hlutafjárframlag sitt til fyrirhugaðs félags mun hluthafinn leitast við af fremsta megni að taka þátt í hlutafjáraukningu í Greiðri leið ehf, allt að 100 mkr., í hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu. Stefnt er að því að hlutafjáraukningin fari fram innan 2ja ára frá stofnun félagsins. Þegar að því kemur mun verða boðað til hluthafafundar í félaginu sem taka mun endanlega ákvörðun um hlutafjáraukninguna og tilheyrandi, sbr. V. kafla laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd Akureyrarbæjar.  Bæjarráð leggur áherslu á þá fyrirvara sem fram koma í erindi Greiðrar leiðar ehf dags. 18. ágúst sl.