Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - breyting á mörkum golfvallarins

Málsnúmer 2010080058

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3290. fundur - 21.09.2010

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. september 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni, dags. 13. ágúst 2010 vegna breytinga á golfvelli. Breytingarnar eru eftirfarandi:
1) Stækkun golfvallarsvæðis til norðurs og austurs.
2) Lega útivistarstíga um golfvallarsvæðið endurskoðuð.
3) Þéttbýlismörk lagfærð vegna stækkunar golfvallar.
4) Blandaðri landnotkun (verslun- og þjónustusvæði) bætt við vegna byggingar fyrirhugaðs hótels.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3294. fundur - 07.12.2010

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. desember 2010:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna golfvallar var auglýst þann 13. október til 24. nóvember 2010. Nýtt deiliskipulag fyrir golfvöllinn og deiliskipulagsbreytingar fyrir Naustahverfi 2. áfanga og Naustahverfi norðan Tjarnarhóls, voru auglýst samhliða. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni, Fréttablaðinu og Vikudegi.
Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.