Jafnréttisstofa - hamingjuóskir

Málsnúmer 2010060096

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3229. fundur - 01.07.2010

Lagt fram til kynningar bréf dags. 16. júní 2010 frá Jafnréttisstofu þar sem nýkjörinni bæjarstjórn Akureyrarbæjar er óskað til hamingju með það að hafa skipað konur og karla í nefndir á vegum bæjarins í samræmi við jafnréttislög. Jafnframt hvetur Jafnréttisstofa nýja bæjarstjórn til þess að hafa sjónarmið um kynjajafnrétti að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku og alla stefnumótun á vegum bæjarins, fylgja Evrópusáttmála um jafnrétti kvenna og karla í sveitarfélögum og aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi fast eftir, þannig að sveitarfélagið verði áfram í fararbroddi á sviði jafnréttismála.

Bæjarráð þakkar góðar óskir og hvatningarorð.