Þingvallastræti - endurhönnun götu

Málsnúmer 2010060058

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 229. fundur - 04.03.2011

Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf og Halldór Jóhannsson frá Teiknum á lofti kynntu tillögur að breytingum á Þingvallastræti sem unnar voru á árinu 2007 af Teiknum á lofti og Verkfræðistofu Norðurlands ehf.

Framkvæmdaráð þakkar Kristni og Halldóri góða kynningu.

Framkvæmdaráð samþykkir að bifreiðastæði verði aðeins að sunnanverðu frá Þórunnarstræti að Mýrarvegi og að núverandi áfangi geri ráð fyrir óbreyttum gatnamótum við Mýrarveg.