Norðurorka hf - ósk um lóð undir dæluhús

Málsnúmer 2010060036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3228. fundur - 24.06.2010

Erindi dags. 1. júní 2010 frá Franz Árnasyni forstjóra Norðurorku hf þar sem hann fyrir hönd Norðurorku hf óskar eftir afmörkun lóðar undir dæluhús og önnur nauðsynleg mannvirki á borplani í landi Botns í Eyjafjarðarsveit.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Norðurorku hf. um leigu á landi undir dælustöð og önnur nauðsynleg mannvirki í landi Botns.