Grassláttur 2010 - 2012 - samningur

Málsnúmer 2010060022

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 213. fundur - 09.07.2010

Forstöðumaður umhverfismála Jón Birgir Gunnlaugsson fór yfir stöðu mála.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Framkvæmdaráð - 217. fundur - 17.09.2010

Endurskoðun á fyrirkomulagi grassláttar í Akureyrarkaupstað. Samningar eru lausir á þremur svæðum af fjórum.

Meirihluti framkvæmdaráðs felur Jóni Birgi Gunnlaugssyni forstöðumanni umhverfismála að taka saman minnisblað með samanburði á kostnaði við að Akureyrarkaupstaður bjóði grasslátt út eða að sveitarfélagið taki hann yfir að nýju.

Framkvæmdaráð - 218. fundur - 01.10.2010

Lagt fram minnisblað frá Jóni Birgi Gunnlaugssyni forstöðumanni umhverfismála varðandi grasslátt í Akureyrarkaupstað, sem framkvæmdaráð óskaði eftir á síðasta fundi þann 17. september 2010.

Framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar.

Ólafur Jónsson vék af fundi kl. 10:50.

Framkvæmdaráð - 219. fundur - 15.10.2010

Tekið fyrir að nýju minnisblað forstöðumanns umhverfismála dags. 30. september 2010 um kostnað við að Akureyrarkaupstaður taki aftur við að slá gras á opnum svæðum bæjarins. Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 1. október sl.

Framkvæmdaráð samþykkir að Akureyrarkaupstaður taki yfir grasslátt í bæjarfélaginu á þeim svæðum þar sem samningar við verktaka eru runnir út.