Baugatún - Fossatún, dagsektir

Málsnúmer 2010060004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3228. fundur - 24.06.2010

15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 26. maí 2010, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til Reisum byggingarfélags ehf, framkvæmdaraðila húsa við Baugatún og Fossatún. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að framkvæmdaraðili leggi fram vottun á innfluttum hurðum eða að öðrum kosti skipti út útihurðum að Baugatúni 1, 2, 3, 5, 7, og 8 og Fossatúni 5 og 7 fyrir útihurðir sem hafa tilskylda umsögn eða vottun með vísan í gr. 120 og 121 í byggingarreglugerð 441/1998 og gr. 42 í skipulags- og byggingarlaga 73/1997.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt en frestur til úrbóta verði framlengdur til 16. júní 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar en framlengir gefinn frest til 8. júlí 2010.