Laut - athvarf geðfatlaðra 2010

Málsnúmer 2010050097

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1108. fundur - 22.09.2010

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild, Ólafur Torfason forstöðumaður búsetuþjónustu geðfatlaðra og áheyrnarfulltrúi í verkefnastjórn Lautarinnar og Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu aðkomu bæjarins að starfsemi Lautarinnar sem er athvarf fyrir geðfatlaða, rekið í samstarfi Akureyrarbæjar, Akureyrardeildar Rauða krossins og Geðverndarfélags Akureyrar. Lögð fram skýrsla um starfsemina árið 2009. Tilnefna þarf aðalfulltrúa og áheyrnarfulltrúa bæjarins í verkefnisstjórn Lautarinnar.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjóra búsetudeildar að skipa aðalfulltrúa og áheyrnarfulltrúa í verkefnisstjórn Lautarinnar.

Félagsmálaráð - 1108. fundur - 22.09.2010

Kristín Sigursveindóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti drög að rekstrarsamningi um Lautina vegna yfirstandandi árs. Aðkoma bæjarins að rekstrinum grundvallast að hluta til á þjónustusamningi bæjarins og félags- og tryggingamálaráðuneytis um þjónustu við fatlaða, sem undirritaður var á vordögum. Ekki var hægt að ganga frá samningi um Lautina fyrr en þjónustusamningurinn var frágenginn. Fyrirliggjandi drög byggja á fyrri samningum.

Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Ráðið leggur jafnframt áherslu á að sem fyrst verði hafist handa við undirbúning samnings fyrir komandi ár og stefnt að því að hann verði frágenginn fyrir árslok.

Félagsmálaráð - 1113. fundur - 24.11.2010

Rekstrarsamningur Akureyrarbæjar, Akureyrardeildar Rauða krossins og Geðverndarfélags Akureyrar vegna Lautar - athvarfs fyrir geðfatlaða rennur út í árslok. Umræða um hvernig á að haga samstarfi á komandi árum og hvort og þá hvernig samning á að gera nú.

Félagsmálaráð leggur til að núverandi samningur verði framlengdur um eitt ár og vísar málinu til bæjarráðs. Jafnframt er lögð áhersla á að strax á nýju ári hefjist viðræður um hvernig framhaldinu verður háttað.

Bæjarráð - 3251. fundur - 02.12.2010

6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 24. nóvember 2010:
Rekstrarsamningur Akureyrarbæjar, Akureyrardeildar Rauða krossins og Geðverndarfélags Akureyrar vegna Lautar - athvarfs fyrir geðfatlaða rennur út í árslok. Umræða um hvernig á að haga samstarfi á komandi árum og hvort og þá hvernig samning á að gera nú.
Félagsmálaráð leggur til að núverandi samningur verði framlengdur um eitt ár og vísar málinu til bæjarráðs. Jafnframt er lögð áhersla á að strax á nýju ári hefjist viðræður um hvernig framhaldinu verður háttað.

Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár.

Félagsmálaráð - 1127. fundur - 10.08.2011

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Lautarinnar vegna ársins 2010.