Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2010

Málsnúmer 2010050062

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 84. fundur - 11.11.2010

María Sigurðardóttir leikhússtjóri og Egill Arnar Sigurþórsson framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar komu á fundinn gerðu grein fyrir starfsemi og rekstri félagsins. Farið var yfir aðsóknartölur, framtíðaráform og möguleg verkefni á næsta ári. Jafnframt var rætt um möguleika á aukinni samvinnu milli menningarstofnana í bænum. Fyrir liggur að gera þarf nýjan samning við Leikfélagið.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Maríu og Agli fyrir góða kynningu og gagnlegar umræður.

Stjórnin felur framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að vinna að nýjum samningi við LA.

Stjórn Akureyrarstofu - 85. fundur - 02.12.2010

Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri kom á fundinn og fór yfir starfsemina á árinu og sýningaráætlun fyrir árið 2011.
Hlynur Hallsson sat fundinn undir þessum lið sem fulltrúi Sambands íslenskra myndlistarmanna.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi fyrir komuna, góða yfirferð og gagnlegar umræður. Jafnframt þakkar stjórnin Hlyni fyrir góðar ábendingar og þátttöku í umræðum um sýningaráætlun fyrir næsta ár.