Naust III og IV

Málsnúmer 2010040099

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 140. fundur - 27.06.2012

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 24. maí 2012 vísað neðangreindu erindi til skipulagsnefndar:
Herdís Ólafsdóttir Vaðlatúni 2, kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Herdís gerir alvarlegar athugasemdir við umgengni og frágang við lóð Nausta IV en sú lóð er á horni sem þjónar sem innkeyrsla í þann hluta Naustahverfis sem hún býr í. Lóðin er mjög sóðaleg og þá í leiðinni aðkoman inn í hverfið. Við fólki sem á leið þarna um blasa skúrar, ónýtir braggar, óskráðir bílar og annars konar smárusl. Á afmælisári hvetur Herdís bæjarfélagið til að bregðast við og sjá til þess að lagað verði til á lóðinni.

Umrætt svæði Naust III er skilgreint í aðalskipulagi sem "svæði fyrir þjónustustofnanir". Í lýsingu kemur fram að svæðið er skilgreint sem safnasvæði á Naustum með geymslum og húsasafni. Akureyrarbær á eignir á lóðinni sem Fasteignir Akureyrar hafa umsjón með en til stendur að rífa á næstunni hluta þeirra bygginga.

Naust IV er leigulóð með skilgreindum lóðarréttindum sem hefur verið úthlutað. Þar með hefur skipulagsnefnd takmörkuð úrræði til að þvinga eigendur til tiltektar nema að það séu atriði er snúa að öryggismálum. Bent skal á að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur umsjón og starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 en markmið laganna er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.