Eyjafjarðarbraut, flugvallarsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2010040025

Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 2. fundur - 23.09.2010

Bréf dags. 2. september 2010 frá Önnu Bragadóttir f.h. skipulagsstjóra þar sem óskað er eftir umsögn samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra um nýtt deiliskipulag fyrir Akureyrarflugvöll.

Nefndin leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir upphituðum bílastæðum fyrir fatlaða sem næst inngöngum og leiðir að þeim upphitaðar.

Bæjarstjórn - 3296. fundur - 18.01.2011

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. janúar 2011:
Tillagan var auglýst frá 1. september 2010 með athugasemdafresti til 13. október 2010. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu.
Engar athugasemdir bárust.
Umsögnum sem bárust hefur verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. janúar sl.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.