Breiðholt, hesthúsahverfi - deiliskipulag - endurskoðun

Málsnúmer 2010020093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3233. fundur - 29.07.2010

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. júlí 2010:
Tillaga að breytingu á endurskoðuðu deiliskipulagi hesthúsahverfis í Breiðholti, unnin af Árna Ólafssyni dags. 19. apríl 2010, var auglýst frá 27. maí með athugasemdafresti til 8. júlí 2010. Umsögn barst ekki frá Fornleifavernd ríkisins og Norðurorku. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði og Dagskránni. Þrjár athugasemdir bárust, þar af ein þeirra samhljóða með 20 undirskriftum:
1) Bréf frá stjórn Hestamannafélagsins Léttis, dags. 29. júní 2010. Gerð er athugasemd við breytingar á lóð við Fluguborg 11 þ.e. að lóðin sé ekki í samræmi við stærðir annarra lóða í hverfinu. Með stækkuninni væri verið að hefta aðgengi og minnka svæði undir kerrustæði við Breiðholtsveg 6. Einnig er lagt til að í texta í kafla 2.3 verði bætt "Þar sem umferð gangandi eða hjólandi manna er leyfð á reiðstígum skal ríðandi fólk hafa forgang".
2) Bréf frá Mörtu Vilhelmsdóttur, Beykilundi 6 og Eddu K. Vilhelmsdóttur, Espilundi 6, dags. 15. júní 2010. Gerð er athugasemd við lóðamörk Blesagötu 9 og Skjónagötu 10. Eigendur Blesagötu 9 telja að lóðarmörkin eigi að liggja í beinni línu til austurs, samsíða götulínu.
3) Samhljóða bréf og undirskriftarlisti með 20 nöfnum, dags. 8. júlí 2010. Bent er á að lóð við Fluguborg 11 sé ekki í samræmi við stærðir annarra lóða í hverfinu. Með breytingunni væri verið að hefta aðgengi að kerrustæði og fækka bílastæðum. Bent er á að gatan Fluguborg sé þröng og að stækkun lóðarinnar þrengi aðkomu að götunni enn frekar.
Svör við athugasemdum:
1) Stærðir lóða í hverfinu, samkvæmt gildandi skipulagi eru mjög mismunandi eins og fram kemur á uppdrætti. Samkvæmt bréfi dags. 27. október 2009 frá Létti var óskað eftir að lóðin við Flugborg 11 sem samkvæmt gildandi lóðarsamningi er 1131 m2 yrði minnkuð og að bætt verði við lóð undir salernisaðstöðu. Við því var orðið í tillögunni. Afmörkun lóðarinnar til austurs og norðurs er því samkvæmt óskum Léttis ásamt því að taka mið af stækkun lóðarinnar við Fluguborg 6. Í tillögunni er gert ráð fyrir 15 bílastæðum samsíða Breiðholtsvegi en í eldri tillögu var gert ráð fyrir 16 bílastæðum. Því er um óverulega fækkun bílastæða að ræða. Aðgengi að kerrustæði er fært til norðurs á móts við Gránugötu þar sem aðstaða fyrir félagsheimili er aflögð. Minnkun kerrustæðis samkvæmt uppdrætti er óveruleg á kostnað byggingar salernisaðstöðu fyrir hverfið. Þar sem í tillögunni er gert ráð fyrir sérmerktum reiðstígum sem tengjast gatnakerfi telur skipulagsnefnd ekki þörf á að breyta texta í kafla 2.3.
2) Samkvæmt gildandi lóðarsamningi lóðarinnar við Skjónagötu 10 eru lóðarmörk samkvæmt gildandi deiliskipulagi og er því ekki verið að gera breytingar á þeim. Hinsvegar er lagt til að lóðin nr. 9 við Blesagötu 9 stækki til norðurs og að lóðarmörkum Skjónagötu 10.
3) Ekki eru lagðar til breytingar á aðkomu að götunni Fluguborg í deiliskipulagstillögunni. Sjá annars svar við lið nr. 1.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í
3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 29. júní 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Meiri hluti bæjarráðs óskar bókað:

   "Bæjarráð telur að hesthúsahverfið eigi að tengjast fráveitukerfi bæjarins sem allra fyrst." 

Ólafur Jónsson óskaði bókað að hann tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.