Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra

Málsnúmer 2010010042

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1116. fundur - 12.01.2011

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti tillögu dags. 10. janúar 2011, um breytingar á reglum um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra, vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Félagsmálaráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3296. fundur - 18.01.2011

8. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. janúar 2011:
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti tillögu dags. 10. janúar 2011, um breytingar á reglum um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra, vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Félagsmálaráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar með 11 samhljóða atkvæðum.