Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010010001

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1106. fundur - 30.06.2010

Lögð fyrir og rædd drög að samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Aflsins. Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti forsögu málsins og tildrög þess að nú er unnið að gerð formlegs samstarfssamnings.

Framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar falið að afla frekari gagna og umsagna frá skólanefnd og stjórn Akureyrarstofu og leggja málið fyrir að nýju síðar. Afgreiðslu frestað.

Skólanefnd - 14. fundur - 16.08.2010

Á fundi sínum 30. júní sl. samþykkti félagsmálaráð að óska eftir umsögn skólanefndar um drög að samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Aflsins. Samningurinn var lagður fyrir fundinn til umsagnar, þá sérstaklega kaflinn um forvarnir, fræðslu og kynningarstarf.

Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Félagsmálaráð - 1107. fundur - 08.09.2010

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Aflsins.

Afgreiðslu frestað.

Félagsmálaráð - 1133. fundur - 26.10.2011

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram samning við Aflið sem gerður var í nóvember 2010.

Félagsmálaráð samþykkir samninginn.