Skógræktarfélag Eyfirðinga - endurskoðun þjónustusamnings

Málsnúmer 2009120095

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 228. fundur - 18.02.2011

Lagt fram minnisblað dags. 17. febrúar 2011 vegna vinnu við endurskoðun samnings við Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Karl Guðmundsson verkefnastjóri mætti á fundinn.

Framkvæmdaráð þakkar Karli kynninguna. Unnið hefur verið að tillögum vegna endurskoðunar á samningnum við Skógræktarfélagið. Samþykkt er að vísitöluhækkun samningsins verði óbreytt. Næstu tvö árin, þ.e. nú í ár og árið 2012 mun Skógræktarfélagið hins vegar taka að sér rekstur á snjótroðara og kostnað vegna útivistarsvæða í Kjarnaskógi.