Starfsleyfi - Norðurskel ehf

Málsnúmer 2009110119

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3228. fundur - 24.06.2010

Erindi dags. 16. júní 2010 þar sem Fiskistofa óskar eftir umsögnum sveitarfélaga til að tryggja aðkomu þeirra að þeim stjórnsýsluákvörðunum sem varða m.a. svæðaskiptingu fiskeldis, staðsetningu fiskeldisstarfsemi og útgáfu rekstrarleyfa til fiskeldis. Umsögn Akureyrarbæjar er óskað fyrir 26. júní nk.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Dan Jens Brynjarsson véku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð gerir engar athugasemdir.