Öldrunarheimili Akureyrar - umræður um skipurit

Málsnúmer 2009090104

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3230. fundur - 08.07.2010

3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 12. maí 2010:
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 26. apríl 2010:
Með aukinni dreifstýringu á Öldrunarheimilum Akureyrar hefur umsjón með mannahaldi og stjórnun á deildunum færst til hjúkrunardeildarstjóra frá hjúkrunarforstjóra. Lagt var fram minnisblað dags. 26. apríl 2010 frá Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóra ÖA f.h. stjórnenda ÖA, þar sem lagt er til að skipuriti Öldrunarheimila Akureyrar verði breytt um næstu áramót til samræmis við þær breytingar sem orðið hafa í stjórnun heimilanna undanfarin ár. Lagt er til að starf hjúkrunarforstjóra verði minnkað úr 100% í 75% og stjórnendaálag tekið af. Hjúkrunarforstjóri beri áfram faglega ábyrgð á hjúkrun og samræmingu hjúkrunar á ÖA, auk þess beri hann ábyrgð á gæðamálum heimilanna. Hjúkrunardeildarstjórar færist til í skipuriti og heyri beint undir framkvæmdastjóra. Lagt er til að launakjör deildarstjóra verði tekin til endurskoðunar í samræmi við framangreindar breytingar og launakjör annarra stjórnenda hjá bænum. Bakkahlíð falli stjórnunarlega undir Aspar- og Beykihlíð. Breytingum skv. tillögunni fylgir kostnaðarauki sem nemur um 7 milljónum króna á ársgrundvelli.
Félagsmálaráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til kjarasamninganefndar.

Með vísan til breytinga á skipuriti á Öldrunarheimilum Akureyrar samþykkir kjarasamninganefnd að vegna starfa fimm deildarstjóra á ÖA verði greitt stjórnendaálag skv. reglum Akureyrarbæjar, frá þeim tíma sem breyting á skipuriti tekur gildi. Frá sama tíma falli niður greiðsla stjórnendaálags vegna starfs hjúkrunarforstjóra.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.