Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010 - endurskoðun

Málsnúmer 2009090066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3241. fundur - 07.10.2010

Unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar vegna ársins 2010.

Bæjarráð vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3292. fundur - 19.10.2010

16. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. október 2010:
Bæjarráð vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri lagði fram tillögu um að bæjarstjórn samþykki til viðbótar við framlagða endurskoðaða fjárhagsáætlun samning milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, en samningurinn er metinn á kr. 1.230.000 á ársgrundvelli. Samningurinn gildir til ársins 2014.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.