Vinabæjarmót - tenglamót í Lahti 2010 - val fulltrúa

Málsnúmer 2009080061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3228. fundur - 24.06.2010

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 3. september 2009, en þá samþykkti bæjarráð að taka þátt í tenglamóti (kontaktmannamöte) í Lahti dagana 4.- 7. ágúst 2010 en láta nýjum meirihluta eftir að skipa fulltrúa til að taka þátt í mótinu.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs og Halla Björk Reynisdóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu, ásamt mökum verði fulltrúar Akureyrarkaupstaðar á tenglamótinu í Lahti.

Ólafur Jónsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3234. fundur - 12.08.2010

Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs greindi frá ferð þeirra Höllu Bjarkar Reynisdóttur formanns stjórnar Akureyrarstofu á tenglamót sem haldið var dagana 4.- 7. ágúst sl. í Lahti.