Forvarnamál - staðan

Málsnúmer 2009050034

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 77. fundur - 08.12.2010

Staða forvarnamála yfirfarin.
Gréta Kristjánsdóttir umsjónarmaður forvarna sat fundinn undir þessum lið.
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundarins kl. 17:05.

Samfélags- og mannréttindaráð - 88. fundur - 01.06.2011

Umræður um ábyrgð foreldra á ólögráða ungmennum í ljósi þess að í hönd fer sá árstími þegar haldnar eru ýmsar bæjarhátíðir og sumarskemmtanir um allt land.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur foreldra til að axla ábyrgð á uppeldishlutverki sínu og gefa ekki ólögráða ungmennum leyfi til að sækja skemmtanir og viðburði, jafnvel í önnur sveitarfélög, án þess að ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi þeirra.