Kosningar um afmörkuð mál

Málsnúmer 2005060044

Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd - 7. fundur - 20.10.2010

Fyrir fundinum lágu drög að reglum um kosningar bæjarbúa um afmörkuð mál. Drögin voru unnin á síðasta kjörtímabili.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri kom á fundinn og sagði frá beinum kosningum um afmörkuð málefni í Suður-Þýskalandi.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Stjórnsýslunefnd þakkar Sigríði fyrir kynninguna. Afgreiðslu frestað.

Stjórnsýslunefnd - 8. fundur - 10.11.2010

Fram haldið vinnu við reglur um kosningar um afmörkuð mál.

Afgreiðslu frestað.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kom á fundinn kl. 16:45.

Stjórnsýslunefnd - 9. fundur - 15.12.2010

Fram haldið vinnu við reglur um kosningar um afmörkuð mál.

Afgreiðslu frestað.

Stjórnsýslunefnd - 1. fundur - 09.02.2011

Fram haldið vinnu við reglur um kosningar um afmörkuð mál. Málið var síðast á dagskrá 15. desember 2010.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Fram kom hjá bæjarlögmanni að nú liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um kosningar um afmörkuð mál.

Stjórnsýslunefnd samþykkir af þeim sökum að fresta afgreiðslu þessa máls en setja það á starfsáætlun nefndarinnar fyrir kjörtímabilið.

Stjórnsýslunefnd - 6. fundur - 02.11.2011

Tekin fyrir að nýju tillaga til bæjarstjórnar um reglur um kosningar um afmörkuð mál. Afgreiðslu tillögunnar var frestað 9. febrúar 2011.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn og kynnti ný drög að reglum sem byggjast á nýju sveitarstjórnarlögunum.

Stjórnsýslunefnd vinnur áfram að málinu.

Ólafur Jónsson vék af fundi kl. 09:30.