Kjarasamninganefnd

4. fundur 26. ágúst 2014 kl. 14:00 - 15:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Dagskrá
Formaður bauð nefndarmenn velkomna til fyrsta fundar á kjörtímabilinu.
Bæjarráð hefur á fundi sínum 3. júlí sl. kosið aðal- og varamenn í kjarasamninganefnd fyrir kjörtímabilið 2014-2018:

Aðalmenn:
Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
Halla Björk Reynisdóttir varaformaður
Gunnar Gíslason

Varamenn:
Ingibjörg Ólöf Isakssen
Sigríður Huld Jónsdóttir
Margrét Kristín Helgadóttir

1.Samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrar - endurskoðun 2014

Málsnúmer 2014080112Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar tillaga að breytingum á samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrar. Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fundinn undir þessum lið.

Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti.

2.TV einingar - reglur 2014

Málsnúmer 2014080114Vakta málsnúmer

Kynnt ákvæði kjarasamninga og reglur Akureyrarbæjar um úthlutun TV eininga.

3.TV einingar - umsóknir v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna

Málsnúmer 2013100256Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi sem bárust í október 2013 vegna umsókna um TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna frá hjúkrunarfræðingum á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Afgreiðslu erinda þeirra var frestað á fundi kjarasamninganefndar 14. febrúar sl. þar sem ekki lá fyrir niðurstaða í viðræðum Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK sat fundinn undir þessum lið.

Kjarasamninganefnd getur ekki orðið við erindinu óbreyttu en samþykkir úthlutun einnar TV einingar á mánuði m.v. 100% stöðugildi frá 1. október 2013 - 31. mars 2014. Rétt er að taka fram að nýr kjarasamningur SNS og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tók gildi 1. apríl 2014.

4.Stofnanasamningur HAK og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu

Málsnúmer 2014080115Vakta málsnúmer

Tekið til umfjöllunar erindi dagsett 17. júlí 2014 þar sem Kjölur óskar eftir endurskoðun á stofnanasamningi við Akureyrarbæ skv. kjarasamningi Kjalar við Fjármálaráðuneytið vegna félagsmanna sem starfa á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK sat fundinn undir þessum lið.

Kjarasamninganefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem fyrir liggur að rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri er að færast aftur til ríkisins. Jafnframt bendir kjarasamninganefnd á að stofnanasamningar eru varanleg aðgerð en ekki tímabundin.

Fundi slitið - kl. 15:30.