Kjarasamninganefnd

6. fundur 12. maí 2010
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
6. fundur 2010
12. maí 2010   kl. 13:01 - 15:45
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar
2010030034
Umfjöllun um yfirvinnu hjá stofnunum bæjarins sem ástæða er talin að skoða frekar.
Á fund nefndarinnar komu bæjartæknifræðingur ásamt forstöðumanni SVA og framkvæmdastjóri íþróttadeildar ásamt forstöðumanni Íþróttahallar og forstöðumanni Glerársundlaugar.
Farið var yfir þróun yfirvinnu frá árinu 2006 á viðkomandi stofnunum.
Kjarasamninganefnd hvetur til aðhalds í yfirvinnumálum og að áfram verði unnið í samræmi við gildandi reglur hjá Akureyrarbæ.


2.          Umsókn um TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna
2010040045
Umsókn frá bæjartæknifræðingi dags. 16. apríl 2010 um tímabundnar TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna til handa garðyrkjufræðingi á Framkvæmdamiðstöð.  Ekki var sótt um TV einingar fyrir starfið þegar hann hóf störf hjá Akureyrarbæ.
Starfsmannastjóri lagði fram tillögu að afgreiðslu erindisins.  Kjarasamninganefnd samþykkir framkomna tillögu.


3.          Tillaga að breytingum á skipuriti Öldrunarheimila Akureyrar
2009090104
3.  liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 26. apríl 2010:
Með aukinni dreifstýringu á Öldrunarheimilum Akureyrar hefur umsjón með mannahaldi og stjórnun á deildunum færst til hjúkrunardeildarstjóra frá hjúkrunarforstjóra. Lagt var fram minnisblað dags. 26. apríl 2010 frá Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóra ÖA f.h. stjórnenda ÖA, þar sem lagt er til að skipuriti Öldrunarheimila Akureyrar verði breytt um næstu áramót til samræmis við þær breytingar sem orðið hafa í stjórnun heimilanna undanfarin ár. Lagt er til að starf hjúkrunarforstjóra verði minnkað úr 100% í 75% og stjórnendaálag tekið af. Hjúkrunarforstjóri beri áfram faglega ábyrgð á hjúkrun og samræmingu hjúkrunar á ÖA, auk þess beri hann ábyrgð á gæðamálum heimilanna. Hjúkrunardeildarstjórar færist til í skipuriti og heyri beint undir framkvæmdastjóra. Lagt er til að launakjör deildarstjóra verði tekin til endurskoðunar í samræmi við framangreindar breytingar og launakjör annarra stjórnenda hjá bænum. Bakkahlíð falli stjórnunarlega undir Aspar- og Beykihlíð. Breytingum skv. tillögunni fylgir kostnaðarauki sem nemur um 7 milljónum króna á ársgrundvelli.
Félagsmálaráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til kjarasamninganefndar.
Með vísan til breytinga á skipuriti á Öldrunarheimilum Akureyrar samþykkir kjarasamninganefnd að vegna starfa fimm deildarstjóra á ÖA verði greitt stjórnendaálag skv. reglum Akureyrarbæjar, frá þeim tíma sem breyting á skipuriti tekur gildi.  Frá sama tíma falli niður greiðsla stjórnendaálags vegna starfs hjúkrunarforstjóra.


Þar sem þessi fundur er að öllum líkindum síðsti fundur nefndarinnar þakkaði formaður samnefndarmönnum sínum, starfsmannastjóra og bæjarritara sem einnig hefur unnið með nefndinni í ýmsum málum fyrir ánægjulegt samstarf í nefndinni á kjörtímabilinu.Fundi slitið.