Kjarasamninganefnd

5. fundur 22. mars 2010
Kjarasamninganefnd - Fundargerð
5. fundur 2010
22. mars 2010   kl. 14:30 - 15:10
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Ásgeir Magnússon formaður
María Ingadóttir
Ögmundur Haukur Knútsson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
1.          Deildarstjóri heimahjúkrunar - ósk um endurskoðun
2009110068
Tekið fyrir að nýju erindi frá Margréti Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri sem áður var á dagskrá kjarasamninganefndar 7. desember sl. og afgreiðslu frestað.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð þá skipulagsbreytingu á Heilsugæslustöðinni á Akureyri að frá og með 1. apríl 2010 verði starf deildarstjóra heimahjúkrunar skilgreint sem forstöðumannsstarf þar sem næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri HAK.  Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins enda sinni stjórnandinn þeim verkefnum sem krafist er skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.
Kjarasamninganefnd hvetur jafnframt til þess að vinnu við endurskoðun á skipuriti Öldrunarheimila Akureyrar verði hraðað eins og kostur er.Fundi slitið.